Gul veðurviðvörun tekur gildi síðar í dag og er víða óvissustig á vegum milli klukkan 14 og 22, þar á meðal á Hellisheiði, Mosfellsheiði og í Þrengslum.
Á Suðausturlandi og á Austfjörðum má búast við snörpum vindhviðum við fjöll, 30 til 35 m/s. Getur það verið hættulegt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.
Vegna óhagstæðrar veður- og ölduspár í dag hefur ferð ferjunnar Baldurs einnig verið flýtt.
Hægt er að fylgjast með ástandi á vegum og lokunum á vef Vegagerðarinnar.