Hellisheiði og Þrengslum lokað

Hellisheiði og Þrengslum hefur nú verið lokað. Mynd úr safni.
Hellisheiði og Þrengslum hefur nú verið lokað. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegunum á Hellisheiði og í Þrengslum hefur verið lokað vegna veðurs. Óljóst er hvenær þeir verða opnaðir aftur. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar

Gul veðurviðvörun er nú við gildi á Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi en óvissustigi var lýst yfir víða á vegum milli klukkan 14 og 22 í dag. 

Á Suðaust­ur­landi og á Aust­fjörðum má bú­ast við snörp­um vind­hviðum við fjöll, 30 til 35 m/​s. Get­ur það verið hættu­legt fyr­ir öku­tæki sem taka á sig mik­inn vind. Veg­far­end­ur hafa verið beðnir um að sýna aðgát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert