Vegunum á Hellisheiði og í Þrengslum hefur verið lokað vegna veðurs. Óljóst er hvenær þeir verða opnaðir aftur. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Gul veðurviðvörun er nú við gildi á Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi en óvissustigi var lýst yfir víða á vegum milli klukkan 14 og 22 í dag.
Á Suðausturlandi og á Austfjörðum má búast við snörpum vindhviðum við fjöll, 30 til 35 m/s. Getur það verið hættulegt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Vegfarendur hafa verið beðnir um að sýna aðgát.