Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Eflingar.
Hóparnir eru beðnir um að fylgjast náið með skilaboðum frá félaginu næstu klukkutíma.
Ótímabundnar verkfallsaðgerðir hófust hjá umræddum hópum 7. og 15. febrúar en samninganefnd Eflingar frestaði aðgerðunum á fimmtudagskvöld.