Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar stefnir á að reisa svokallaða sjálfuramma á ýmsum stöðum í Skagafirði. Fólk getur þá myndað sig í þessum römmum víða um Skagafjörð.
Var ákvörðun tekin á fundi nefndarinnar 26. janúar sl. um að hefjast handa við verkefnið.
Ragnar Helgason, sem situr í nefndinni, segir verkefnið enn vera við upphafspunkt. Ekki er komið á hreint hvar sjálfurammarnir verða settir upp og enn er verið að vinna við að fá leyfi til uppsetningar þeirra.
Segir hann að ekki sé víst hvenær rammarnir verði settir upp en hann vonar að þeir verði reistir sem fyrst.