Ristilskimanir hefjast í ár

Heilsugæslan verður í aðalhlutverki í þessu starfi.
Heilsugæslan verður í aðalhlutverki í þessu starfi. mbl.is/Auðun

Vænta má að skipulagðar krabbameinsskimanir í ristli og endaþarmi fólks sem er fimmtugt og þaðan af eldra hefjist seint á þessu ári. Heilsugæslan verður í aðalhlutverki í því starfi.

„Í þessu ferli þarf að samhæfa t.d. starf meltingarlækna og rannsóknarstofa, svo úrvinnsla rannsókna gangi upp. Flóknasti þátturinn er að hanna hugbúnað og skrár sem segja til um hvenær fólk verður kallað inn til rannsókna. Í öllum aðalatriðum eru þessi forrit þó tilbúin,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Ristil- og endaþarmskrabbamein er annað algengasta meinið sem greinist á Íslandi og er einnig í öðru sæti þegar kemur að krabbameinum sem dánarorsök, segir á vef Krabbameinsfélags Íslands.

Meðalaldur við greiningu er 69 ár og er sjaldgæft að meinin greinist fyrir fimmtugt. 

„Hver árangurinn verður af þessu starfi ræðst auðvitað mjög af þátttöku almennings og hvernig kallinu verður svarað,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem stýrir þessu verkefni.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert