Efling og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lokið viðræðum sínum í dag. Deiluaðilar náðu ekki að komast að samkomulagi.
Ríkisútvarpið greinir frá.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra fyrr í dag um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld.
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, mun veita fjölmiðlum upplýsingar um stöðuna eftir skamma stund.