Viðræðum SA og Eflingar slitið

Ástráður ræddi við blaðamenn í Karphúsinu.
Ástráður ræddi við blaðamenn í Karphúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Niðurstaðan er sú að aðilarnir ná ekki saman og það ber of mikið á milli til að það sé ástæða til að halda viðræðunum áfram,“ sagði Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA), við blaðamenn í Karphúsinu fyrir skömmu. 

„Að svo stöddu sé ég ekki ástæðu til að boða til nýs fundar en mun fylgjast með þróun mála á næstu klukkustundum og sólarhringum og reyna að neyta hvers færis, ef eitthvað gefst, til að koma aðilunum aftur af stað í kjarasamningsviðræður,“ sagði Ástráður enn fremur.

Þannig er ljóst að verkföll hótelstarfsmanna og olíubílstjóra munu hefjast að öllu óbreyttu aftur á miðnætti í kvöld.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, sendi skila­boð til hót­el­starfs­manna og bíl­stjóra fyrr í dag um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verk­fallsaðgerðir að nýju.

Mikil vonbrigði

Spurður hvort þessi niðurstaða væru mikil vonbrigði sagði Ástráður:

„Já, mér finnast þetta mikil vonbrigði. Ég held að þetta sé auðvitað áhyggjuefni og mikil vonbrigði fyrir þjóðina en við þetta verðum við að búa í bili að minnsta kosti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert