2.500 hundar en fá hundsbit skráð

Um 2.500 hundar eru nú skráðir í Reykjavík og hefur …
Um 2.500 hundar eru nú skráðir í Reykjavík og hefur þeim fjölgað umtalsvert síðustu tvö árin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 2.500 hundar eru nú skráðir í Reykjavík og hefur þeim fjölgað umtalsvert síðustu tvö árin. Bæði hefur hundum fjölgað, ekki síst á tímum kórónuveirunnar, og fleiri hafa einnig skráð hunda sína eftir að reglum þar um var breytt.

„Nú eru skráðir 2.460 hundar í Reykjavík, en voru um 2.000 þegar yfirfærslan átti sér stað vorið 2021. Í störfum okkar höfum við hins vegar orðið vör við mikla fjölgun hunda í borginni og erum meðvituð um að alltof lítill hluti þeirra er skráður, enda berast okkur ábendingar um óskráða hunda oft í hverri viku,“ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. Yfirfærslan sem hann vísar til er þegar Dýraþjónustan tók við málaflokknum af heilbrigðiseftirliti borgarinnar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka