Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur margoft þurft að fara í útköll í húsnæðið í Vatnagörðum þar sem eldur kviknaði fyrir helgi. Þar er rekið áfangaheimilið Betra líf.
Farið hefur verið verið í útköllin „út af alls konar ónæði“. Síðast fór lögreglan þangað vikuna áður en eldsvoðinn varð, þá vegna átaka á milli einstaklinga. Enginn var þó fluttur á slysadeild, að sögn Guðmundar Péturs Guðmundsonar lögreglufulltrúa.
Yfirleitt hafa útköllin snúist um átök, smáþjófnaði og grunsamlegar mannaferðir, bætir hann við.
Lögreglan tók við vettvanginum í Vatnagörðum af slökkviliðinu og óskaði í framhaldinu eftir aðstoð tæknideildar til að skera úr um upptök eldsvoðans. Beðið er eftir niðurstöðu hennar.