„Engin alvarleg slys og þá erum við ánægðir“

Mikil gleði var á Ólafsfirði um helgina.
Mikil gleði var á Ólafsfirði um helgina. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Mikil gleði var á Ólafsfirði um helgina þegar snjósleðamót var þar haldið á laugardag og sunnudag. Mátti þar sjá hina ýmsu ofurhuga þeytast um götur bæjarins á sleðum sínum. 

„Já, það gekk bara glimrandi. Engin alvarleg slys og þá erum við ánægðir,“ segir Ásgeir Frímannsson mótshaldari.

Keppt var í fimm flokkum.
Keppt var í fimm flokkum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Aðspurður segir hann keppni atvinnumannaflokksins hafa borið hæst á mótinu en alls var keppt í fimm flokkum.

Mótið féll í tvígang niður sökum heimsfaraldursins.

Keppendur þeyttust áfram um götur bæjarins.
Keppendur þeyttust áfram um götur bæjarins. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka