Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á þingfundi á Alþingi í dag að stjórnvöld hefðu nú þegar lagt sitt af mörkum í tengslum við skammtímakjarasamninga á vinnumarkaði.
Hún sagði aðgerðirnar, sem kynntar voru fyrir áramót í tengslum við kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins, gagnast öllum almenningi í landinu.
Þar vísar Katrín til hækkun á húsnæðisstuðningi og greiðslum almannatrygginga sem og eflingu barnabótakerfisins.
Katrín sagðist ekki telja rétt af stjónvöldum að stíga inn í kjaradeilu við einstök félög á vinnumarkaði. Hún sagði rétt að vinna með fulltrúum heildarsamtaka því þannig náist sem breiðust sátt um aðgerðirnar.
Forsætisráðherra sagði einstaklega dapurlegt að hafa fylgst með þeim skort á niðurstöðum sem upplýst var um í gær.
Katrín Jakobsdóttir sagði frumábyrgðina vera við samningaborðið þar sem einstök stéttarfélög sitja ásamt fulltrúum atvinnurekenda.
Hún sagðist hafa þungar áhyggjur af því að þessir aðilar, sem bera ábyrgð að ná kjarasamnignum, hafi ekki náð saman.
Katrín sagði stefna í harðar aðgerðir, harðari aðgerðir en við höfum séð árum og áratugum saman.
Hún sagði skyldu þessara aðila vera að ná samningum við samningaborðið, að það væri stóra málið.