Fleiri verkföll gætu fylgt

Sólveig Anna ræddi við mbl.is.
Sólveig Anna ræddi við mbl.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður Efl­ing­ar seg­ir koma til greina að stétt­ar­fé­lagið boði fleiri hópa í verk­föll. Hún vill þó ekki gefa upp hvaða hóp­ar eru und­ir.

Verk­föll fé­lags­fólks Efl­ing­ar sem starfar á Íslands­hót­el­um, Berjaya-hót­elkeðjunni, Ed­iti­on­hót­el­inu og hjá Sam­skip­um, Ol­íu­dreif­ingu og Skelj­ungi hóf­ust að nýju á miðnætti í nótt.

Klukk­an 18 í dag lýk­ur yf­ir­stand­andi at­kvæðagreiðslu Efl­ing­ar um boðun næstu verk­falla. Á kjör­skrá eru um það bil 1.650 manns. Nær það til allra gisti­heim­ila og hót­ela á fé­lags­svæði Efl­ing­ar, ör­ygg­is­vörslu­fyr­ir­tækja og ræst­inga­fyr­ir­tækja.

Aðspurð kveðst Sól­veig bjart­sýn á að boðan­irn­ar verði samþykkt­ar.

Samn­inga­nefnd­in rætt ým­is­legt

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar mun hitt­ast í dag og fara yfir stöðuna. Í sam­tali við blaðamann eft­ir viðræðuslit­in í gær sagði Sól­veig nefnd­ina hafa rætt ým­is­legt hvað varðar frek­ari verk­föll.

Kem­ur til greina að boða fleiri hópa í verk­föll?

„Að sjálf­sögðu kem­ur allt til greina af okk­ar hálfu.“

Eru ein­hverj­ir sér­stak­ir hóp­ar sem þið hafið rætt að boða næst í verk­fall?

„Ég er ekki til­bú­in að svara til um það núna.“

En get­urðu sagt mér, án þess þá að til­greina hópa, hvort þið hafið rætt um ein­hvern ákveðinn hóp?

„Samn­inga­nefnd­in hef­ur auðvitað verið að ræða ým­is­legt í gegn­um þetta langa ferli sem við höf­um verið í.“

Í verk­föll­um þangað til SA bjóða bet­ur

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri SA sagði við blaðamenn í Karp­hús­inu í gær að kröf­ur Efl­ing­ar hefðu verið miklu meiri en SA gæti mögu­lega fall­ist á. 

Sól­veig hef­ur sagt það rangt hjá Hall­dóri, þar sem kröf­ur Efl­ing­ar hafi verið inn­an kostnaðar SA við aðra kjara­samn­inga.

Eins og þú og Hall­dór hafið talað lít­ur út fyr­ir að samn­ing­ar séu ekki að fara að nást. Erum við að horfa fram á að þið verðið í verk­föll­um næstu vik­ur eða mánuði?

„Ef Sam­tök at­vinnu­lífs­ins neita að gera við okk­ur kjara­samn­inga þá erum við auðvitað í verk­föll­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert