Góði hirðirinn lokar í Fellsmúla

Tómlegt er um að vera í Góða Hirðinum í Fellsmúla …
Tómlegt er um að vera í Góða Hirðinum í Fellsmúla en verslunin lokaði í gær fyrir fullt og allt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í gær lokaði Góði hirðirinn í Fellsmúla dyrum sínum í síðasta skipti. Starfsemin mun alfarið færa sig á Köllunarklettsveg við Sundahöfn. Búast má við fjölbreyttari starfsemi þegar þau opna í næsta mánuði.

„Við stefnum á að opna í annarri vikunni í mars.“ segir Rut Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins, í samtali við mbl.is. 

Hryggir suma að kveðja

Í tilefni þess að verslun er að loka hefur verið útsala í Fellsmúlanum í vikunni, þar til allt í versluninni var síðan boðið ókeypis í gær. Rut segir að þá hafi verið hressilega mætt og að nokkrir dyggir fastagestir hafi kvatt búðina með grátstaf í kverkunum.

Rut Einarsdóttir er rekstrarstjóri Góða Hirðisins
Rut Einarsdóttir er rekstrarstjóri Góða Hirðisins mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það hefur verið rosa gaman að vera hérna“ segir Rut. Hún hefur starfað hjá Góða hirðinum í fjögur ár en verslunin hefur verið við Fellsmúla í um 14 ár. Hún er segist samt vera mjög spennt fyrir nýja húsnæðinu.

Fjölgun fermetra hefur leitt betri sölu

„Við erum að stækka alveg töluvert.“ segir hún og á þá ekki aðeins við um nýja húsnæðið á Köllunarklettsvegi, sem er þó um tvöfalt stærra en það við Fellsmúla, heldur eiga þau líka von á mikilli aukningu í starfsemi verslunarinnar.

Þau munu nú loksins hafa geymslurými innandyra en hingað til hefur megnið af varningi Góða hirðisins verið geymt í gámum fyrir utan verslunina. Þá sér Rut fram á að tækifæri verði á að selja fleiri endurnýttar rafmagnsvörur, og þar af hvítvörur.

Einn hluti af nýja húsnæðinu verður nýttur til verkstæðis og annar verður nýttur í skrifstofur Sorpu en megni nýtt í geymslu- og verslunaraðstöðu.

Hún segir að á seinustu árum hafi mun færri hlutum verið hent. Söluhlutfall endurnýttra hluta hafi á umliðnum árum hækkað úr um 26% alveg upp í um 70% og segir hún það vera að miklu leyti þökk sé fjölgunar á fermetrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka