„Starfið gefur möguleika til að koma mörgu góðu til leiðar í mikilvægum verkefnum. Ungt fólk sem býðst að fara í störf á fjarlægar slóðir á ekki að hika við að grípa tækifærin, sem eru ótrúlega þroskandi,“ segir Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir.
Hún hefur að undanförnu starfað fyrir Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna á landsskrifstofu samtakanna í Síerra Leóne í Vestur-Afríku. Staðan er ungliðastaða styrkt af utanríkisráðuneytinu.
Um þessar mundir kynnir Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sérfræðistörf sem ungum Íslendingum bjóðast á vegum Sameinuðu þjóðanna um víða veröld, svokallaðar JPO-ungliðastöður (Junior Professional Officer Programme).
Í dag eru sex Íslendingar í slíkum störfum, það er í Líbanon, Suður-Súdan, Kenía, Simbabve, Malaví og Síerra Leóne, samanber að þungi þróunarstarfs SÞ er einmitt í Afríku.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.