Nýtt smáforrit Ríkisútvarpsins leit dagsins ljós á laugardaginn þegar fyrri undanúrslit Söngvakeppnarinnar fóru fram.
Markar appið þau tímamót að hægt er að kaupa mörg atkvæði í einu og greiða fyrir þau án þess að símaáskriftin komi við sögu – þó ekki í íslenskum krónum heldur bandaríkjadölum. Þá er þar talað um „Votes“ á ensku í stað atkvæða.
Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, segir að tími hafi verið til kominn að opna fyrir möguleikann þar sem í sífellt fleiri símaáskriftum sé lokað fyrir 900-númer.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.