Rithöfundurinn Sjón hlýtur Norrænu bókmenntaverðlaun Sænsku akademíunnar (SA) þetta árið. Frá þessu var greint á vef SA, svenskaakademien.se. Verðlaunin, sem nefnd hafa verið Litli Nóbelinn, verða afhent við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi 12. apríl. Sjón hlýtur að launum 400 þúsund sænskar krónur sem samsvarar 5,6 milljónum íslenskra króna.
Norrænu bókmenntaverðlaun Sænsku akademíunnar hafa verið veitt árlega frá 1986, en stofnað var til þeirra í tilefni af 200 ára afmæli SA. Sjón er fjórði Íslendingurinn sem hlýtur verðlaunin, en Einar Már Guðmundsson hlaut þau árið 2012, Guðbergur Bergsson árið 2004 og Thor Vilhjálmsson árið 1992.
Nánari upplýsingar má nálgast á vef Sænsku akademíunnar