Stöku él og hiti í kringum frostmark

Í dag er spáð minnkandi vestlægri átt.
Í dag er spáð minnkandi vestlægri átt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag er spáð minnkandi vestlægri átt, suðvestan 5-13 m/s síðdegis og stöku él, en léttir til á austanverðu landinu. 

Á vef Veðurstofu Íslands segir að hiti verði í kringum frostmark. 

Framan af morgundeginum verður hæg breytileg átt og þurrt að mestu. 

Norðvestan 5-10 m/s síðdegis og stöku él, en 10-15 m/s og snjókoma austanlands.

Frost verður á bilinu 0 til 5 stig. Þá bætir í vind annað kvöld. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert