Þrír af fjórum mannanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á dögunum á grundvelli almannahagsmuna í þágu rannsóknar lögreglu sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna og skipulagðri brotastarfsemi, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Í tengslum við málið hefur verið lagt hald á bæði fjármuni og fíkniefni við húsleitir í umdæminu, eða 20 milljóna króna bankainnistæður, 7 kg af amfetamíni og 40 kg af marijúana, auk annarra fíkniefna sem og frammistöðubætandi efna en fimm voru upphaflega handteknir.
Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er meðal annars til skoðunar hvort einhverjir mannanna hafi komið gagngert til Íslands til að standa að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna.