Umframdauðsföll hvergi fleiri en á Íslandi

Ríflega 43% fleiri létust í desember á Íslandi samanborið við …
Ríflega 43% fleiri létust í desember á Íslandi samanborið við meðalfjölda andláta á mánuði árin 2016 til 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríflega 43% fleiri létust í desember á Íslandi samanborið við meðalfjölda andláta á mánuði árin 2016 til 2019.

Hlutfall umframdauðsfalla var hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi í þessum mánuði. Þetta má lesa út úr skýrslu hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat.

Kort/mbl.is

Hlutfall umframdauðsfalla hefur einungis einu sinni mælst hærra á Íslandi á síðustu tveimur árum. Var það í mars á síðasta ári þegar 53,9% fleiri dauðsföll urðu.

Umframdauðsföll eru mælikvarði á óvenjulega fjölgun andláta á ákveðnu tímabili.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert