Vandað til verka fyrir bolludag

Magndís vandaði til verka þegar hún raðaði bollum í kassa …
Magndís vandaði til verka þegar hún raðaði bollum í kassa fyrir bollusvanga landsmenn í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margir tóku forskot á sæluna um helgina og buðu upp á rjómabollur með kaffinu á bæði laugardag og sunnudag.

Mikið var að gera í flestum bakaríum landsins og má ætla að enn meira verði að gera í dag á sjálfan bolludaginn. Magndís vandaði til verka þegar hún raðaði bollum í kassa fyrir bollusvanga landsmenn í gær.

Bolludagur dregur nafn sitt af bolluátinu sem hann einkennir. Talið er að bolluát hafi borist hingað til lands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklegast að frumkvæði þarlendra bakara sem settust að hér.

Heitið bolludagur kom þó ekki til sögunnar fyrr en eftir aldamótin. Sást það fyrst á prenti 1910, en áður var dagurinn kallaður flengingardagur. Flengingarnar eiga sér líklega kaþólska fyrirmynd í táknrænum hirtingum á öskudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert