Viðstöddum boðin áfallahjálp

Tilkynning barst á tíunda tímanum í morgun.
Tilkynning barst á tíunda tímanum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í Mosfellsbæ í morgun hefur verið flutt á spítala. Þetta staðfestir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu en ekki fengust upplýsingar um líðan konunnar. 

Tilkynning um atvikið barst slökkviliðinu á tíunda tímanum í morgun. 

Í kjölfarið var haft samband við Rauða kross Íslands og viðstöddum boðin áfallahjálp.

Samkvæmt sjónarvotti var þó nokkur viðbúnaður við laugina í morgun. Voru þrjár sjúkra­bif­reiðar og þrír lög­reglu­bíl­ar á vett­vangi.

Málið er nú í skoðun innanhúss, að sögn yfirmanns í sundlauginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert