Bæjarstjórinn lætur af störfum í skugga ásakana

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Ljósmynd/Aðsend

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því að láta af störfum í gær, samkvæmt tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Bæjarráð varð við ósk bæjarstjóra og mun hann láta af störfum í mars.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Jón Björn legið undir ásökunum um að hafa látið undir höfuð leggjast að greiða fasteignagjöld af sumarhúsi sínu í sveitarfélaginu og svo virðist sem bræður hans hafi ekki heldur greitt fasteignagjöld af sínum húsum en húsin standa á samliggjandi sumarbústaðalóðum. Engin mannvirki eru skráð á viðkomandi lóðir í fasteignaskrá.

Gögn sem blaðið hefur undir höndum renna stoðum undir þessar ásakanir. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert