Einn á sjúkrahús eftir árekstur

Talið er að áreksturinn hafi verið minniháttar.
Talið er að áreksturinn hafi verið minniháttar. mbl.is/Ari

Tveir bílar rákust saman á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar klukkan 19.40 í kvöld.

Um var að ræða minniháttar árekstur að sögn vaktmanns slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Einn var sendur á sjúkrahús til aðhlynningar en sá er talinn hafa sloppið við alvarleg meiðsli.

Ekki náðist í lögreglustöðina á Hverfisgötu og því er ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka