Ekki hefur tekist að fá dýralækni á bakvakt stórdýra á höfuðborgarsvæðinu á sjö vaktir í febrúarmánuði.
Marsmánuður er verri því þá er enginn dýralæknir skráður á tíu bakvaktir.
Það þýðir að þá daga geta dýraeigendur ekki náð í lækni ef dýr þeirra veikjast eða slasast.
Bára Eyfjörð dýralæknir segir að endurskoða þurfi allt bakvaktakerfið, því læknar fáist ekki á vakt ef þeir fái ekkert greitt fyrir vinnuna.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.