Vísindamenn sem rannsakað hafa háhyrninga við Íslandsstrendur tilkynntu á dögunum að háhyrningur hefði tekið grindarhvalskálf í fóstur.
Grein um þessa óvenjulegu ættleiðingu birtist í vísindatímaritinu Canadian Journal of Zoology á dögunum.
Vísindamennirnir hafa fylgst með háhyrningnum sem nefndur hefur verið Sædís um allnokkurt skeið og hafði honum eða öllu heldur henni verið gefið nafnið Sædís.
Hafði Sædís ávallt verið ein á ferð þar til í ágúst 2021 þegar hún sást með kálfinn sér við hlið. Þannig er talið mögulegt að hún hafi þarna gert tilraun til að ættleiða kálfinn.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.