Helgin fyrir bolludag æ stærri

Bolludagurinn var í gær, þann 20. febrúar.
Bolludagurinn var í gær, þann 20. febrúar. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Fleiri hafa verið að kaupa bollur í aðdraganda bolludags. Björn Jónsson, framkvæmdarstjóri Myllunnar-Ora segist hafa séð hækkun í kaupum á bollum helgina fyrir bolludag.

„Helgin fyrir bolludaginn, hún er alltaf að stækka. Aukningin er fyrst og fremst þarna.“ segir Björn Jónsson, framkvæmdarstjóri Myllunnar-Ora í samtali við mbl.is. „Helgin fyrir bolludaginn er aðeins að stækka.“ 

Nokkur hundruð þúsund bollur seldar

Björn segir söluna geta verið misjafna eftir árum. Salan í ár hafi þá verið svipuð og í fyrra en hann vildi ekki gefa frá sér nákvæmari upplýsingar en að „nokkur hundruð þúsund bollur“ hafi verið seldar. Þar af sé stór hluti ófylltar bollur.

Hann segir að það sé mikill undirbúningur sem fer í bolludag ár hvert. „Það þarf að panta öll hráefni í tíma og passa að það sé allt tilbúið þegar þessi hvellur kemur.“

Segir hann að þau séu með reynt fólk í vinnu sem hefur unnið við þetta margoft áður.

„Okkar reynsla er sú að því að því lengra sem bolludagur er frá áramótum því stærri er hann.“ Hann bætir við að hann sú kenning sé þó aðeins byggð á eigin athugunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka