Trúnaðarmenn kennara í Myllubakkaskóla og Holtaskóla í Reykjanesbæ segja að fjöldi starfsmanna í báðum skólum hafi þurft að fara í veikindaleyfi vegna myglueinkenna og megi ekki koma inn í skólahúsnæðið.
Nokkrir hafi sagt upp störfum af þessum ástæðum og fleiri íhugi það. Einnig hafi nemendur orðið fyrir barðinu á myglu í skólunum.
Trúnaðarmennirnir gagnrýna hversu seint gangi að taka sýni, greina myglu og grípa til ráðstafana.
Lítið hafi verið gert fyrr en fólk hafi orðið fárveikt og starfsfólkið risið upp og krafist úrbóta. Sérkennilegt hafi verið að sjá fólk koma í varnargöllum til að taka sýni á meðan starfsfólkið hafi verið óvarið.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.