Segir ríkisstjórnina bera ábyrgð í deilunni

Lenya Rún telur kröfur Eflingar ekki ósanngjarnar.
Lenya Rún telur kröfur Eflingar ekki ósanngjarnar. mbl.is/Unnur Karen

Lenya Rún Taha Karim þingmaður Pírata telur að kröfur Eflingar ekki ósanngjarnar og segir að ríkisstjórnin beri ábyrgð á því hve fasteignaverð hefur hækkað ört á höfuðborgarsvæðinu sem íþyngi fólki á vinnumarkaði.

„Staðan er mjög alvarleg og verkbann er mjög íþyngjandi aðgerð sem ekki hefur verið gripið til í um 30 ár.  Ég held að kröfur Eflingar séu ekki ósanngjarnar. Ekki í það minnsta svo ósanngjarnar að SA neiti að ganga að þeim. Ég held líka að ábyrgð ríkisstjórnarinnar sé mikil í þessu samhengi. Fólk er að biðja um launahækkanir því ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð sín um að uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Lenya Rún í samtali við mbl.is.  

Bendir hún á að í stjórnarsáttmála hafi verið rætt um uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. 

Í ljósi þess að þú telur kröfur Eflingar ekki ósanngjarnar. Eru stjórnmálamenn með upplýsingar um það hverjar þær kröfur eru? 

„Nei ég er bara að vísa í það sem Sólveig Anna og Halldór Benjamín hafa sagt í fjölmiðlum. En einnig er að vísa í það að nú er árið 2023 og fólk þarf ennþá að berjast með þessum hætti fyrir mannsæmandi launum,“ segir Lenya Rún.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka