Klukkan 8.41 í morgun mældist jarðskjálfti af stærðinni 4,8 í Bárðarbungu og hafa nokkrir eftirskjálftar mælst.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands en síðast varð skjálfti þar af svipaðri stærð í júlí 2022 sem mældist 4,9 að stærð. Þar áður varð skjálfti í febrúar 2022 af stærðinni 4,8.
Veðurstofunni barst tilkynning um að skjálftans hefði orðið vart á Akureyri.
„Undanfarin ár hafa ávallt mælst nokkrir skjálftar í Bárðarbungu af þessari stærðargráðu á hverju ári,“ segir í tilkynningunni.