Styttist í ákvörðun um Hæstarétt

Ástráður Haraldsson.
Ástráður Haraldsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að hann muni ákveða á næstu dögum hvort hann muni skjóta ákvörðun Landsréttar, sem hafnaði Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara um aðgang að kjörgögnum Eflingar, til Hæstaréttar.

„Þetta er mál sem ég tók til skoðunar. Ég fékk fólk til að skoða þetta með mér um leið og ég tók við. Ég mun gefa nánari upplýsingar um það á næstu sólarhringum,“ segir Ástráður.

Eins og fram hefur komið stefndi Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari Eflingar, SA, ríkinu og Eflingu fyrir félagsdóm til að fá það í gegn að miðlunartillaga Aðalsteins Leifssonar fyrrverandi ríkissáttasemjara yrði lögð fyrir Eflingarfélaga. Ástráður segir það ekki hafa áhrif  á tímasetningu ákvörðunar sinnar. 

„Ég geri þetta í samráði við aðila sem hafa farið yfir þetta með mér. Það styttist ákvörðun um þetta,“ segir Ástráður.

Í daglegu sambandi 

Ástráður segist vera í sambandi við forkólfa Eflingar og SA frá því viðræðum var slitið. 

„Ég er í daglegu sambandi við aðilana og ég reyni að átta mig á því hvort eitthvað sé að hreyfast sem gæti fært okkur nær einhverri lausn. Síðan er unnið að skoðun á einhverri leiðum. Meira get ég ekki tjáð mig varðandi þetta,“ segir Ástráður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka