Konan sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í Mosfellsbæ í gærmorgun er látin.
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.
Margeir segir málið vera í rannsókn og að ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.
Í kjölfar atviksins var haft samband við Rauða kross Íslands og viðstöddum boðin áfallahjálp.
Þá lést kona á níræðisaldri í sundlaug Kópavogs á föstudag.
Að sögn vaktstjóra hjá sundlauginni fór hún í hjartastopp er hún var í lauginni.