Vinnudeilusjóður hrykki skammt

Stéttarfélagið Efling tilkynnti í gær að launatap Eflingarfólks í verkbanni …
Stéttarfélagið Efling tilkynnti í gær að launatap Eflingarfólks í verkbanni yrði ekki bætt úr vinnudeilusjóði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stéttarfélagið Efling tilkynnti í gær að launatap Eflingarfólks í verkbanni yrði ekki bætt úr vinnudeilusjóði. Verkbann væri á ábyrgð þeirra sem til þess boðuðu, ekki stéttarfélagsins, en þar fyrir utan stæði sjóðurinn ekki undir slíkum greiðslum. Skilningur annarra verkalýðsfélaga hefur til þessa verið á aðra leið.

Verkbann er hliðstætt verkfalli, en atvinnurekendur geta efnt til þess og þá falla allar launagreiðslur niður, svo erfitt er að sjá hvernig þeir bera ábyrgð á þeim á einhvern annan hátt.

Kort/mbl.is

Það er þó ekki endilega rétt að vinnudeilusjóður Eflingar standi ekki undir slíkum greiðslum í allsherjarverkbanni. Það veltur alfarið á lengd verkbannsins. Hitt virðist blasa við að Efling gæti það ekki nema um stutta hríð, um vikutíma eða svo.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert