Brids og sagnfræði eiga vel saman

Á bridshátíð.
Á bridshátíð. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Fyrr í mánuðinum var Borgfirðingurinn Anna Heiða Baldursdóttir, sérfræðingur á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri, valin í kvennalandsliðið í brids í fyrsta sinn og skömmu síðar varði hún doktorsritgerð í sagnfræði. „Þessi áhugamál fara vel saman,“ segir hún.

Í barnaskóla heillaðist Anna Heiða af sagnfræði og því sem henni tengist. „Ég fékk strax áhuga á sögu í grunnskóla og í fjölbrautaskóla valdi ég alla söguáfangana en þaðan lá leiðin beint í sagnfræði í Háskóla Íslands.“

Doktorsritgerð Önnu Heiðu nefnist Hlutir úr fortíð: Eigur fólks og safngripir frá 19. öld. Leiðbeinandi hennar var Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði. Ritgerðin fjallar um hversdagslíf alþýðunnar á 19. öld út frá rannsókn á efnismenningu dánarbúsuppskrifta og safnkosts Þjóðminjasafnsins frá sama tíma. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert