Dæmdur fyrir skrif úr minningargreinum

Reyn­ir Trausta­son, rit­stjóri Mann­lífs.
Reyn­ir Trausta­son, rit­stjóri Mann­lífs. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. er gert að greiða Árvakri og Atla Viðari Þorsteinssyni bætur vegna skrifa miðilsins Mannlífs upp úr minningargreinum Morgunblaðsins. 

Samkvæmt tveimur dómum Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðnir voru upp í morgun, þurfa Reynir og Sólartún ehf. að greiða Árvakri 50 þúsund krónur auk dráttarvaxta, og Atla Viðari 300 þúsund krónur auk dráttarvaxta. Árvakur hafði krafist 1,5 milljónir króna í bætur. 

Mannlíf birti brot úr minningargrein sem Atli hafði skrifað um bróður sinn í Morgunblaðið í október 2021. 

Endur­birting minningar­greina Morgun­blaðsins var tekin fyrir af siða­nefnd Blaða­manna­fé­lagsins fyrir um tveimur árum, en það varðar annað mál. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að birting minningargreinarinna í blaðinu væri opin­ber og endurbirting því ekki brot á siða­reglunum.

Samkvæmt dóminum skulu Reynir og Sólartún ehf. einnig greiða eina milljón í málskostnað. Þá skal dómsorðið dómanna birt í Frétta­blaðinu og Morg­un­blaðinu. 

Árvak­ur hf. er út­gef­andi Morg­un­blaðsins, mbl.is og K100.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert