Lítið traust íbúa til meirihlutans

Horft yfir Eskifjörð í Fjarðabyggð.
Horft yfir Eskifjörð í Fjarðabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúar í Fjarðabyggð bera flestir lítið traust til meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans í bæjarstjórn, samkvæmt könnun sem Maskína gerði nýverið fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem er í minnihluta bæjarstjórnar.

Alls sögðust um 23% aðspurðra bera mikið traust til meirihlutans, en um 38% sögðust bera lítið eða ekkert traust til samstarfs Framsóknar og Fjarðalistans. Um 39% sögðu traust sitt vera í meðallagi.

Könnunin fór fram dagana 13. til 17. febrúar sl. meðal íbúa Fjarðabyggðar 18 ára og eldri. Úrtakið var 450 manns og þar af svöruðu 412 íbúar spurningunni um traustið.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka