Íbúar í Fjarðabyggð bera flestir lítið traust til meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans í bæjarstjórn, samkvæmt könnun sem Maskína gerði nýverið fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem er í minnihluta bæjarstjórnar.
Alls sögðust um 23% aðspurðra bera mikið traust til meirihlutans, en um 38% sögðust bera lítið eða ekkert traust til samstarfs Framsóknar og Fjarðalistans. Um 39% sögðu traust sitt vera í meðallagi.
Könnunin fór fram dagana 13. til 17. febrúar sl. meðal íbúa Fjarðabyggðar 18 ára og eldri. Úrtakið var 450 manns og þar af svöruðu 412 íbúar spurningunni um traustið.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.