Rúta full af ferðamönnum fór út af veginum og hafnaði í snjóskafli nyrst á Vatnaleið á Snæfellsnesinu. Að sögn sjónarvotts virðist rútan hafa ekið út af vegna veðurs en miklar vindhviður eru á svæðinu eins og stendur.
Svo virðist sem enginn hafi slasast, en enginn sjúkrabíll var kallaður á svæðið. Neyðarlínan staðfestir það í samtali við mbl.is.
Unnið er að því að koma rútunni aftur upp á veginn en lokað hefur verið fyrir umferð að hluta á veginum.