Segja sig ekki bundin af verkbanni SA

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT.
Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT. Ljósmynd/Aðsend

Sam­tök fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði (SVEIT) hafa til­kynnt Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins að fyr­ir­tæki inn­an SVEIT telji sig óbund­in af ákvörðun SA um að leggja verk­bann á fé­lags­menn Efl­ing­ar.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá SVEIT sem er und­ir­rituð af Aðal­geiri Ásvalds­syni, fram­kvæmda­stjóra SVEIT. Eins og áður hef­ur verið greint frá samþykktu aðild­ar­fé­lög SA með af­ger­andi hætti verk­bann á Efl­ingu en það mun að öllu óbreyttu taka gildi 2. mars.

Geta ekki stutt aðgerðirn­ar

Ljóst er að ósætti ríki inn­an SVEIT gagn­vart vinnu­brögðum SA en fé­lög­um í SVEIT telja SA ekki taka nægi­legt til­lit til fyr­ir­tækja í veit­ing­a­rekstri og vilja kom­ast að samn­inga­borðinu. Aðal­geir sagði í sam­tali við mbl.is um helg­ina að nýir kjara­samn­ing­ar gætu orðið bana­biti fyr­ir ýmsa í veit­inga­geir­an­um.

„Sam­tök­in hafa ekki fengið sæti við samn­ings­borðið né tekið þátt í kosn­ingu SA um verk­bann þrátt fyr­ir að vera stærstu hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði. Þar af leiðandi geta sam­tök­in ekki stutt aðgerðir sem hafa það að mark­miði að skila kjara­samn­ingi sem við höf­um ekki fengið til yf­ir­ferðar né at­huga­semda,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Jafn­framt er bent á í til­kynn­ing­unni að fé­lags­menn SVEIT telja 150 rekstr­araðila á veit­inga­markaði sem reka 240 veit­ingastaði á starfs­svæði Efl­ing­ar. Sam­kvæmt SVEIT er það talið svara til 55 pró­sent allra starfa á þeim markaði.

Vilja að Efl­ing semji við SVEIT

SVEIT bein­ir því til fé­lags­manna Efl­ing­ar að ef þeir vilji semja um kjör starfs­fólks inn­an SVEIT þá sé eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT.

„Eins og kem­ur skýrt fram í kröfu SVEIT til kjaraviðræðna þá hef­ur SA ekki umboð til gerðar kjara­samn­ings fyr­ir hönd fyr­ir­tækja SVEIT. Þótt stétt­ar­fé­lög vilji gera kjara­samn­ing við SA þá get­ur slík­ur samn­ing­ur ekki skapað fé­lög­um Efl­ing­ar rétt­indi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert