Þjónusta í göngum auglýst á ný

Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Vegagerðin hefur ákveðið að hafna þeim tveimur tilboðum sem bárust í rekstur og þjónustu í Hvalfjarðargöngum árin 2023-2025. Tilboðin reyndust langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.

Fyrirtækið sem þjónustar göngin í dag er Meitill – GT tækni á Akranesi. Samningurinn er í gildi fram á mitt sumar og því verða göngin þjónustuð eins og áður fram að þeim tíma.

„Nú verður unnið að því að skerpa útboðsgögnin. Stefnt er að því að bjóða verkefnið út aftur í lok mars,“ segir í skriflegu svari frá Sólveigu Gísladóttur upplýsingafulltrúa hjá Vegagerðinni.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka