Þurfa að meta hættur af verksmiðju

Leggja þarf leiðslu frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi að verksmiðjunni.
Leggja þarf leiðslu frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi að verksmiðjunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Svissneska fyrirtækið sem undirbýr byggingu verksmiðju á Reykjanesi til að framleiða metangas til notkunar í orkukerfinu í Sviss þarf að gera grein fyrir þeim hættum sem stafað geta af starfseminni, einkum vegna framleiðslu á eldfimum gastegundum. Gera þarf grein fyrir eldvörnum, ráðstöfunum vegna stórslysa og flutnings á afurðum.

Í umhverfismatsskýrslu þarf einnig að gera grein fyrir næmni starfseminnar fyrir hættu á náttúruhamförum vegna staðsetningar hennar.

Kemur þetta fram í áliti Skipulagsstofnunar á matsáætlun Swiss Green Gas International (SGGI) fyrir verksmiðjuna og kröfum um innihald umhverfismatsskýrslu umfram það sem gert var ráð fyrir í matsáætlun fyrirtækisins vegna verkefnisins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka