Verkföllin ólögmæt

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkfallsboðanir Eflingar í öryggisgæslu, hjá ræstingarfyrirtækjum og á hótelum sem samþykktar voru síðdegis á mánudag eru ólögmætar þar sem Efling hefur ekki skilað inn tilgreindum gögnum til ríkissáttasemjara og Samtaka atvinnulífsins (SA).

Í 16. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir:

Ákvörðun um vinnustöðvun, sem hefja á í þeim tilgangi að knýja fram breytingu eða ákvörðun um kaup og kjör, ber að tilkynna sáttasemjara og þeim, sem hún beinist aðallega gegn, 7 sólarhringum áður en tilætlunin er að hún hefjist.

Verkfallið á að hefjast kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar og því bar Eflingu skylda til að tilkynna verkfallið fyrir hádegi í gær. 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, staðfesta í samtali við mbl.is að tilkynning hafi ekki borist. 

Verkfallsboðunin telst því ólögmæt og þarf því aftur að greiða atkvæði um hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert