Formenn þriggja verkalýðsfélaga segja reglugerðir félaganna gera ráð fyrir því að vinnudeilusjóðir taki hvort tveggja til verkfalls og verkbanns.
„Verkfall og verkbann er einn og sami hluturinn,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
„Eins og kjaradeilur eru þá þurfa verkalýðsfélögin yfirleitt að sækja á fyrir bætt kjör og hafa til þess verkfallsheimildir. Atvinnurekendur hafa verkbannsheimild sem hefur aðallega hingað til verið hugsuð sem varnarviðbragð,“ segir Magnús M. Norðdahl, sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ, um vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA), en SA hefur efnt til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu.
Að sögn Magnúsar hefur verkbanni yfirleitt verið beitt með þeim hætti að ef hluti starfsmanna fyrirtækis fer í verkfall og aðrir starfsmenn sem það nær ekki til geta ekkert gert, þá er hægt að setja á verkbann.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.