Bílastæðum fækkað við Brautarholt

Til stendur að breyta gangstétt og fækka bílastæðum.
Til stendur að breyta gangstétt og fækka bílastæðum.

Ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að leitað yrði afbrigða til að taka á dagskrá borgarstjórnar tillögu varðandi breytingar á götukafla við Brautarholt í Reykjavík var felld á fundi borgarstjórnar á þriðjudag.

Borgarfulltrúarnir vildu leggja til að tillaga, sem var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í síðustu viku og felur í sér breytingar á gangstétt og fækkun almennra bifreiðastæða við Brautarholt 16-20 úr 25 í 6, yrði kynnt íbúum og rekstraraðilum í næsta nágrenni áður en lengra væri haldið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert