Eldur laus á Tálknafirði

Eldur er laus í húsnæði fiskeldisfyrirtækis í botni Tálknafjarðar. Lögreglu barst tilkynning um brunann klukkan 9.18 í morgun, að því er segir í tilkynningu.

Hefur svæðið verið rýmt og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á staðnum. Þjóðveginum í botni fjarðarins hefur einnig verið lokað til öryggis.

Slökkvistarf stendur yfir og er fólk beðið um að virða þessar lokanir enda geti hætta skapast vegna eldsvoðans.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert