Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í kerhúsi Arctic Fish á Tálknafirði.
Orsök þess að kviknaði í 5.000 fermetra byggingu fyrirtækisins í morgun er óþekkt. Húsnæðið átti að hýsa seiðaeldisstöð og átti að taka í notkun í júlí næstkomandi.
Ljósmyndir frá vettvangi sýna að húsið varð fyrir miklum skemmdum í eldinum.