Öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, njóta undanþágu frá verkbanni SA.
Hennar njóta sömuleiðis öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu á borð við lögreglu, slökkvilið, sjúkraflutninga, björgunarsveitir, almannavarnir og menntastofnanir.
Frá þessu greina samtökin í tilkynningu, vegna þess verkbanns sem þau hafa samþykkt að leggja á félagsmenn Eflingar.
Tekið er fram að undanþágurnar séu veittar án sérstakra umsókna frá hlutaðeigandi aðilum.
Undanþágunefnd hefur einnig ákveðið að umsóknir aðila sem Efling - stéttarfélag hefur þegar veitt, verði samþykktar af hálfu undanþágunefndar SA.