Komi ótímabundið verkbann á félagsmenn Eflingar til framkvæmda 2. mars verða áhrif þess mikil og víðtæk á margskonar starfsemi á félagssvæðinu.
Það nær yfir meirihluta sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði, Ölfus o.fl. auk þess sem starfssvið félagsmanna í Eflingu sem starfa á veitinga- og gististöðum og í iðnaði nær einnig yfir í Hafnarfjörð og Garðabæ, eins og sjá má á meðfylgjandi korti.
Bannið tekur m.a. til fólks sem sinnir störfum sem falla undir kjarasamninga SA og Eflingar í verksmiðjum, byggingariðnaði, tækjastjórnenda, bifreiðarstjóra, starfsfólks á hótelum og veitingastöðum, í matvælaiðnaði og sorphirðu.
Í tilkynningu á vef SA segir að veittar verði undanþágur frá verkbanninu vegna mikilvægrar starfsemi í þágu samfélagsins.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.