Yfir 40% yfir hámarkshraða á Nesinu

Lögregla mældi hraðakstur fyrr í vikunni.
Lögregla mældi hraðakstur fyrr í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfir 200 ökumenn voru myndaðir við hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Rúmlega 12% allra bíla sem óku á mældum akstursleiðum um ákveðinn tímaramma óku yfir afskiptahraða. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Fyrir hádegi í gær var lögregla við hraðaksturmælingar á Suðurströnd á Seltjarnarnesi, þar sem yfir þriðjungur þeirra sem keyrðu þann veg á ákveðinni klukkustund keyrðu á of háum hraða.

51 ökumaður af samtals 123 ökumönnum mældist á hraða sem var meiri en afskiptahraði lögreglu, eða um 41%.

Tugir brota myndaðir

Vöktun lögreglunnar á Suðurströnd er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Stendur í tilkynningu lögreglu að það hafi verið skýjað, blautt og snjór á meðan á mælingu stóð.

Eftir hádegi í gær voru brot 30 ökumanna voru mynduð á Höfðabakka á einum klukkutíma. Fylgst var með leiðinni í norðurátt á móts við Árbæjarsafn. Á þeirri klukkustund tíma keyrðu alls 753 þá leið. Voru þar þá um 3% sem keyrðu yfir afskiptahraða.

Á þriðjudag, fyrir hádegi, var lögregla við mælingar á Arnarnesvegi í Garðabæ, þar sem ekið var vestur að Fífuhvamssvegi. Á einni klukkustund óku 274 ökutæki leiðina við Arnarnesveg og þar af voru 45 ökumenn myndaðir, rúm 16% ökumanna sem keyrðu þessa leið. 

Eftir hádegi á þriðjudag var fylgst með hraðakstri við Breiðholtsbraut í Reykjavík, í vesturátt að Rjúpufelli, þar sem 15% ökumanna mældust yfir afskiptahraða á einni klukkustund. 274 ökutæki keyrðu þessa leið og þar af voru 45 brot mynduð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert