Allt að sjö stiga hiti og væta

Væta verður á köflum í dag.
Væta verður á köflum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er vaxandi sunnanátt, 8-13 metrum á sekúndu fyrir hádegi með vætu á köflum, en hægari vindur verður og þurrt austan til á landinu.

Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig, kaldast verður í innsveitum á Austurlandi.

Vaxandi suðlæg átt verður í kvöld, sunnan 15-23 m/s á morgun, hvassast um norðvestanvert landið en hægari vindur verður austan til á landinu.

Víða verður rigning en þurrt norðan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert