Réttindi barna sem eru í varanlegu fóstri eru ekki aðgengileg í Loftbrú Vegagerðarinnar og geta forráðamenn barnanna því ekki fengið afslátt ríkisins af flugfargjöldum vegna flugs til og frá höfuðborginni. Unnið er að lagfæringum og er vonast til að þetta verði komið í lag fyrir sumarbyrjun.
Fólk sem býr á landsbyggðinni og er með börn í varanlegu fóstri hefur ekki getað virkjað afsláttinn í gegnum Loftbrú að undanförnu og skýringar hafa ekki verið auðfundnar. Fólk sem býr í ákveðinni fjarlægð frá höfuðborginni á rétt á 40% afslætti af flugfargjöldum vegna tiltekins fjölda ferða á ári.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.