Fórnarlamba stríðsins í Úkraínu var minnst fyrir utan rússneska sendiráðið á Íslandi í kvöld og á Kænugarðstorgi í Reykjavík en ljósmyndari mbl.is fór á staðinn.
Var þar meðal annars kveikt í gínu, sem átti að vera táknmynd stríðsins. Byggði gjörningurinn á fornri slavneskri hefð þegar veturinn er kvaddur.
Í dag er heilt ár liðið síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst sem enn er kölluð „sérstaka hernaðaraðgerðin“ af rússneskum stjórnvöldum.